Halla Bergþóra sækir um embætti ríkislögreglustjóra

Þingeyingurinn Halla Bergþóra Björnsdóttirhefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra, sem auglýst er laust um þessar mundir. Halla gegnir nú embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, en hún tók við því embætti í maí 2020. Áður var hún lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og þar áður sýslumaður á Akranesi. Halla Bergþóra sem er lögfræðingur að mennt er frá Laxamýri skammt sunnan Húsavíkur.

Halla staðfesti í samtali við Húasvík.com að hún hefði ákveðið að senda inn umsókn að vel ígrunduðu máli. Umsóknarfrestur er til 18. desember og í auglýsingu dómsmálaráðuneytisins kemur fram að leitað sé að öflugum leiðtoga með skýra sýn og getu til þess að leiða fólk til árangurs auk þess að móta og efla starfsemi embættisins.