Tvær vélar easyJet samtímis á Akureyrarflugvelli

Vegna seinkunar á flugi frá Manchester til Akureyrar í gær varð sá óvenjulegi viðburður að tvær vélar easyJet voru á Akureyrarflugvelli á sama tíma. Þetta kann þó að vera vísir að því sem koma skal, en áhugi á millilandaflugi til Akureyrar hefur aukist mjög undanfarið og raunar kom forsvarsmaður hins nýja Nice Air með annarri vélanna til að halda blaðamannafund í Flugsafninu í gær.

Vakin var athygli á þessu á vef flugvallarins í léttum tón en þar sagði „hérna eru til gamans myndir sem teknar voru í gær, 16. desember, þegar tvær vélar frá easyJet voru í hlaði hjá okkur, vegna seinkunar á fluginu frá Manchester.“

Fleiri myndir má sjá á www.facebook.com/akureyriairport