Framsýn boðar til opins félagsfundar um lífeyrismál í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík í dag klukkan 17. Fundurinn er jafnframt opinn félagsmönnum í Þingiðn.
Yfirskrift fundarins er „Hvenær er best að hefja lífeyristöku?“ og verður þar farið yfir réttindi sjóðfélaga og þá valkosti sem standa til boða þegar kemur að töku lífeyris.
Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Lífeyrissjóðs sjómanna, mun flytja erindi á fundinum og fara ítarlega yfir réttindi sjóðfélaga og mismunandi leiðir við lífeyristöku.
Að sögn Framsýnar er afar mikilvægt að sjóðfélagar kynni sér vel réttindi sín og taki upplýsta ákvörðun um hvenær og með hvaða hætti lífeyristaka hefst og hvetur Aðalsteinn Baldursson félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og nýta tækifærið til að afla sér mikilvægra upplýsinga um eitt stærsta réttindamál launafólks.

