Húsvíkingar mæta Hafnfirðingum í Gettu Betur

Lið Framhaldsskólans á Húsavík keppir í kvöld við lið Flensborgarskólans í Hafnafirði, í fyrstu umferð Gettu betur.

„Þetta var stuttur en snarpur undirbúningur. Við höfum verið að æfa af kappi undir stjórn Axels Tryggva síðustu daga og förum með góða orku inn í kvöldi,“ sagði Kristján Ingi Smárason liðsmaður í Gettu Betur liði FSH þetta árið þegar Húsavík.com tók hann tali í hádeginu. Lið FSH skipa auk hans Sigmundur Þorgrímsson og Hrafnhildur B.Vilbergsdóttir og varamaður er Inga María Ciuraj.

Viðureignin fer fram klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á ruv.is.. Á meðfylgjandi mynd má sjá lið síðasta árs en þá voru það þau Rakel Hólmgeirsdóttir ásamt þeim Kristjáni og Axel sem skiðuðu lið skólans.