Ekkert verður af fyrirhuguðu flugi Niceair milli Akureyri og Kaupmannahafnar í febrúar, líkt og kynnt hafði verið á blaðamannafundi í desember.
Flugfélagið hafði boðað tvo flugdaga, en farþegum sem höfðu bókað flug utan 19. febrúar og heimferð 22. febrúar var tilkynnt í dag með tölvupósti að flugið hefði verið fellt niður. Akureyri.net greindi frá málinu í dag.
Í tilkynningu til farþega kemur fram að um sé að ræða frestun en ekki endanlega ákvörðun. Þar segir að flug á milli Norðurlands og Danmerkur sé enn áformað, en að nauðsynlegt hafi reynst að gefa undirbúningi verkefnisins meiri tíma áður en hægt sé að hefja flug „á ábyrgan hátt“.
Ekki kemur fram hvenær næstu áætlanir um flug á þessari leið verða kynntar, en farþegum hefur verið boðin endurgreiðsla eða önnur úrræði samkvæmt upplýsingum í tölvupóstinum.

