Fjallasýn Rúnars Óskarssonar leitar að þjónustuliprum bílstjórum

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar leitar að þjónustuliprum bílstjórum sem hafa ánægju af mannlegum samskiptum. Ráðið verður í stöðu á strætisvagnaleið 79, Húsavík – Akureyri – Húsavík, frá og með 15. febrúar 2026.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfið krefst ökuréttinda fyrir stór ökutæki ( D/DE – flokk ), auk réttinda til aksturs í
    atvinnuskyni ( 95 í ökuskírteini )
  • Hreint sakavottorð
  • Jákvæðni og áreiðanleiki
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta
  • Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska

Ekið er eftir núgildandi tímaáætlun strætó.

Vinnutími er eftirfarandi:

Aðra hvora viku eru eknar tvær morgunferðir mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga sú fyrri hefst kl.07:00 og sú seinni 10:45 og er lokið um kl. 14:10. Frí föstudag og
laugardag.

Hina vikuna er byrjað á sunnudegi eknar tvær ferðir sú fyrri 08:50 og sú síðari 12:45 og henni er lokið kl. 18:10.

Virku dagana þá viku mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag er ekin ein ferð sem hefst kl. 17:23 og lýkur 20:40. Á föstudögum eru eknar allar þrjár ferðir dagsins 07:00, 10:45
og 17:23 sem lýkur 20:40. Frí laugardag og sunnudag.

Einnig er laust til umsóknar starf á sömu leið sem ráðið verður í frá og með 1. maí 2026. Sömu menntunar- og hæfniskröfur eru gerðar til þess starfs.

Bæði störfin eru heilsársstörf.

Fjallasýn leitar einnig að eftir hópferðabílstjórum til starfa á komandi ferðasumri 2026.

Fjallasýn Rúnars Óskarssonar er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í ferðaþjónustu í rúm 40 ár.

Upplýsingar um starfið gefa Rúnar Óskarsson í síma 894-8540 og Andri Rúnarsson í síma 868-8354, einnig má senda umsóknir á info@fjallasyn.is