Þingeyjarsveit: Fækkað um tvo í sveitarstjórn og fimm fulltrúar hætta

Við sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí verður breyting á skipan sveitarstjórnar í Þingeyjarsveit, en Innviðaráðuneytið hefur samþykkt erindi sveitarfélagsins um að fækka kjörnum fulltrúum úr níu í sjö á næsta kjörtímabili. Fjölgun fulltrúa úr sjö í níu var veitt sem tímabundin undanþága í kjölfar sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. …

Þingeyjarsveit auglýsir eftir verkefnastjóra framkvæmda og veitna

Þingeyjarsveit auglýsir þessa daga laust starf verkefnastjóra framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starfshlutfall og heyrir starfið undir umhverfis- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Þingeyjarsveit á og rekur fjölbreyttar fasteignir og innviði, þar á meðal þrjár grunnskólabyggingar, fjórar leikskólabyggingar, íþróttamiðstöð, sundlaug og fjögur félagsheimili. Þá rekur sveitarfélagið …

Þingeyingurinn Tryggvi Snær í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2025

Þingeyingurinn Tryggvi Snær Hlinason frá Svartárkoti í Bárðardal hafnaði í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2025. Tryggvi hlaut  211 stig í kjörinu sem var tilkynnt við hátíðlega athöfn Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu í kvöld. Tryggvi átti afar gott ár en hann var besti …

Hrúturinn Eitill fundaði með skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar hélt síðasta fund ársins fyrr í mánuðinum en auk fundarins fékk nefndarfólk kynningu frá Náttúruverndarstofnun um starfsemi sína á svæðinu og breytingarnar sem stofnunin hefur gengið í gegnum með sameiningu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs. Á vef Þingeyjarsveitar kemur fram að nefndin hafi að fundi loknum stillti sér upp …

Styrkurinn er mikil viðurkenning á starfi nemenda við Tónkvíslina

Tónkvíslin, söngkeppni sem nemendur Framhaldsskólans á Laugum stand fyrir ár hvert, er ein metnaðarfyllsta söngkeppni framhaldsskólanema á landinu. Í vikunni hlaut keppnin styrk úr Menningarsjóði KEA. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri á mánudag, þar sem framkvæmdastýrurnar, Reykdælingurinn Dagrún Inga Pétursdóttir og Breiðdælingurinn Ríkey Perla …

Jólasveinasmiðja Reykjahlíðarskóla hlaut styrk úr Sprotasjóði

Verkefnið Jólasveinasmiðjan sem leggur áherslu á sagnaarf í Mývatnssveit og sögu Jólasveinanna í Dimmuborgum hlaut 1,5 milljón króna styrk úr Sprotasjóði. Verkefnið kynnir nemendur Reykjahlíðarskóla fyrir kvikmyndatækni og stafrænni frásagnalist og undirbýr þau fyrir þátttöku í raunverulegri framleiðslu sem fer fram í Mývatnssveit árið 2026, en þá er stefnt …