„Við vonumst til að fá sem flest úr þessum stóra árgangi til okkar í FSH“

Foreldrum nemenda í 10. bekk í Borgarhólsskóla var boðið á kynningu á starfsemi Framhaldsskólans á Húsavík á opnum degi sem haldinn var í skólanum í gær. „Við vorum að kynna starfsemi skólans, fara yfir námsframboð, félagslíf og þjónustu skólans,“ segir Arna Ýr Arnarsdóttir, áfanga- og fjármálastjóri FSH. Alls munu …