Húsvíkingar mæta Hafnfirðingum í Gettu Betur
Lið Framhaldsskólans á Húsavík keppir í kvöld við lið Flensborgarskólans í Hafnafirði, í fyrstu umferð Gettu betur. „Þetta var stuttur en snarpur undirbúningur. Við höfum verið að æfa af kappi undir stjórn Axels Tryggva síðustu daga og förum með góða orku inn í kvöldi,“ sagði Kristján Ingi Smárason liðsmaður …
