Hafa lokið 300 milljóna króna fjármögnun og stefna að framkvæmdum strax á næsta ári

Örþörungafyrirtækið MýSköpun ehf. hefur lokið 300 milljóna króna fjármögnun vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar örþörungaræktar við Þeistareyki. Nýr kjölfestufjárfestir félagsins er framtakssjóður inn Landvættir slhf í rekstri AxUM Verðbréfa á Akureyri. Með aðkomu Landvætta verður félaginu kleift að ljúka hönnunarvinnu, skipulagsmálum og öðrum undirbúningi fyrir hátækniframleiðslueiningu sem rísa á við jarðvarmavirkjun …