Vel mætt á þrettándaskemmtanir á Húsavík og Laugum
Þrettándabrennur fóru fram víða á Norðurlandi í gær, meðal annars á Húsavík og Laugum. Þrettándinn markar endi jólahátíðarinnar í íslenskri hefð og er sá dagur þegar síðasti jólasveinninn heldur aftur til fjalla og huldufólk, álfar og aðrar vættir eru sagðar vera á ferðinni. Á Húsavík var það Tónasmiðjan sem …
