Hótel Húsavík – 35% aukning í gistingu

Fyrstu 5 mánuði ársins hefur orðið 35% aukning í gistingu á Hótel Húsavík miðað við sama tímabil í fyrra. „Apríl og maí koma mjög sterkir inn í ár, gisting tvöfaldast í apríl frá fyrra ári og eykst um 60% í maí. Og mars er áfram góður, í fyrra þrefaldaðist gisting í mars og við höldum þeirri aukningu í ár. Samdráttur var hins vegar í janúar og febrúar, þannig að heildaraukningin er um 35%, sem við hljótum að vera ánægðir með,“ sagði Páll Þór Jónsson hótelstjóri í samtali við Víkurblaðið.