Birgitta og Geir opna bakarí á Öskjureitnum

Hjónin Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Geir Ívarsson sem reka verslunina Garðarshólma og gistingu í Öskjuhúsinu ásamt fjölskyldu sinni, vinna nú að því að standsetja nýtt bakarí á Öskjureitnum, í húsnæði þeirra hjóna sem áður hýsti Víkurraf og raftækjaverslunina verslunina Öryggi. Rúmt ár er frá því Heimabakarí lokaði hinu megin við götuna.

„Húsavík er þannig staður að hann þarf að hafa bakarí. Víkurraf var að flytja og húsnæðið laust og því lá beint við að setja þar upp bakarí. Við stefnum að því að opna á vormánuðum, það verður mjög góður salur á neðri hæðinni og hús með mikla sögu,“ segir Birgitta.

Hægt er að hofa á viðtal við Birgittu í spilara Húsavík.com hér að neðan.

 

Birgitta segir að frá því að Heimabakarí lokaði í september í fyrra hafi hún oft leitt hugann að þessu, enda vilji hún berjast fyrir líflegum miðbæ á Húsavík. „Þetta verður mjög lifandi og ekki alltaf það sama á hverjum degi. Annars fær bakarinn Friðrik Marinó alveg að ráða þessu, hann er mjög hugmyndaríkur,“ segir Birgitta.

Húsin á Öskjureitnum svokallaða eiga sér langa sögu. Mynd úr Ljósmyndasafni Þingeyinga.