Talsverður sinubruni er nú fyrir ofan Skálabrekku á Húsavík, skammt fyrir ofan brennustæði áramótabrennu á Húsavík. Enginn snjór er á svæðinu vegna hlýinda síðustu daga. Leiða má líkur að því að eldurinn hafi kveiknað út frá brennunni, en sinubruninn er undan vindi frá brennustæð áramótabrennunnar. Fjöldi slökkvibíla er að störfum á svæðinu.
Fjölmennt var á áramótabrennunni og flugeldasýningu sem hófust fyrir klukkutíma síðan og var mikið af bílum stopp við þjóðveginn norður úr bænum til að fylgjast með aðgerður slökkviliðs. Húsavík.com biður lesendur að fara gætilega í akstri á veginum vegna bíla og fólks í vegakanti.
Stuttu áður tókst með snarræði að stöðva eld vegna rauðs neyðarblyss skemmt frá íbúðarhúsi á Húsavík. „Rétt í þessu horfði ég á rauða neyðarsól lenda í sinu 3 metra frá einbýlishúsi um leið kviknaði töluverður eldur sem tókst með snarræði að slökkva með slökkvitækjum og nokkrum tugum lítrum af vatni en með sanni má segja að litlu mátti muna að ekki yrði stórtjón. Vinsamlegast förum eftir tilmælum Slökkvilið Norðurþings um að skjóta ekki upp þessum neyðarblysum þessi áramótin,“ skrifaði Eysteinn Heiðar Kristjánsson í Facebook hópinn Húsavík fyrr og nú.
Fréttin verður uppfærð.

