Jólasveinar og skessa kíkja í Samkomuhúsið í dag

Leikfélag Húsavíkur býður gestum og gangandi í heimsókn í Samkomuhúsið í dag í aðdraganda jóla.

„Í dag, laugardaginn 13.desember, ætlum við að taka þátt í aðventu stemningu í bænum og hafa opið hús. Við höfum boðið bæjarbúum að líta inn, spjalla, skoða húsið og fletta mynda albúmum. VIð ætlum að bjóða uppá kaffi, kakó, djús, popp og piparkökur,“ segir Helga Sveinbjörnsdóttir formaður Leikfélagsins. Húsið verður opið milli klukkan 12.00 og 14.00 „Við hvetjum fólk til að kíkja með börnin sín, það gæti jafnvel verið að jólasveinar og skessa vinkona þeirra kíki í heimsókn,“ segir Helga.