Kristján Ingi Smárason varð í kvöld Hraðskákmeistari Goðans 2025 í fyrsta skipti. Kristján fékk 6 vinninga af 7 mögulegum og var það aðeins 9-faldur hraðskákmeistri Goðans, Smári Sigurðsson sem náði punkti gegn syni sínum 4. umferð. Smári Sigurðsson varð í 2. sæti með 5,5 vinninga og Adam Ference Gulyas varð í 3. sæti með 4,5 vinninga. 8 keppendur mættu til leiks og tefldu allir við alla.
Tímamörk voru 5+3 og tefld var einföld umferð.

