Slökkvilið Norðurþings hvetur fólk til að fara gætilega með flugelda

Eldurinn ofan bæjarins í kvöld kviknaði að öllum líkindum vegna flugelda. Annað atvik varð inni í bæ á Húsavík skömmu áður. Slökkvilið Norðurþings biður fólk að fara varlega með flugelda í kvöld vegna óvenjulegra aðstæðna þetta gamlárskvöld og sérstaklega varast notkun neyðarblysa.

„Gott væri að fólk gæti geymt það að sprengja, eða halda því í lágmarki meðan allt er autt og þurrt,“ segir Henning Þór Aðalmundsson slökkviliðsstjóri Norðurþings í samtali við Húsavík.com.

„Við vitum að fólk er búið að eyða stórum peningum í flugelda og ætlar sér að skjóta upp. Það er auðvitað ekkert annað sem við getum gert en að byðja fólk bara að fara varlega,“ sagði Henning.

Sjá einnig:
19:06 – Slökkvilið Norðurþings hefur ráðið niðurlögum eldsins ofan Skálabrekku
18:04 – Eldur í sinu fyrir ofan Skálabrekku