Þrjár brennur í Norðurþingi í dag

Líkt og fyrri ár þá verða þrjár áramótabrennur í Norðurþingi. Á Húsavík verður áramótabrenna og flugeldasýning klukkan 17:00. Brennan verður staðsett við Skeiðavöll fyrir neðan Skjólbrekku.

Á Kópaskeri verður áramótabrenna og flugeldasýning kl. 20:30 við sorpurðunarsvæðið. Á Raufarhöfn verður áramótabrenna upp á Höfða kl. 21:00.

Húsavík.com óskar lesendum sínum góðrar skemmtunar í kvöld og minnir öll á að fara varlega við flugelda og annan eld um áramót.