Blakdeild Völsungs vekur athygli á því að í dag verður sannkölluð blakveisla á Laugum í Reykjadal þegar bæði kvenna- og karlalið félagsins leika þar heimaleiki.
Lið Völsungs taka á móti liðum Aftureldingar og verða leikirnir spilaðir í íþróttahúsinu á Laugum. Kvennalið Völsungs hefur leik klukkan 14:00 og karlaliðið fylgir svo eftir klukkan 16:30.
Blakdeildin hvetur stuðningsfólk sitt og blakáhugafólk á svæðinu til að mæta í Laugar, styðja liðin og skapa góða stemningu í húsinu.

