Í desember heimsóttu rétt tæplega 25 þúsund gesti vefinn Húsavík.com og erum við í skýjunum með áhugann og undirtektirnar eftir að vefurinn fór að birta fréttir á íslensku.
Vefsíðan Húsavík.com var upphaflega stofnuð af Friðriki Sigurðssyni árið 1998 og hafði þá að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar um samfélagið. Árið 2017 keyptum við hjónin Örlygur Hnefill og Jóhanna Ásdís vefin af Friðriki, en við höfðum þá frá árinu 2010 skrifað fréttir á ensku frá Húasvík á vefinn myHusavik.com og sameinuðum við þessar tvær síður og héldum áfram fréttaskrifum á ensku. Hægt er að lesa allar eldri fréttir á ensku hér: www.husavik.com/english
Eftir að við keyptum þrotabú sjónvarpsstöðvarinnar N4 höfum við unnið að því að framleiða staðbundið efni fyrir fjölmiðla héðan af svæðinu og síðari hluta árs 2025 tókum við þá ákvörðun, eftir að Skráin hætti að koma út, að byrja að skrifa fréttir á íslensku og má segja að vefurinn hafi tekið mikið stökk síðan þá. Vefurinn Húsavík.com sem áður var að mestu fyrir fólk utan samfélagsins og ferðamenn er nú með allan fókus inná við. Áfram eru birtar fréttir á ensku, og nú einnig á pólsku, en þær eru nú skrifaðar fyrir íbúa sem hafa ekki íslensku sem sitt fyrsta tungumál.
Örlygur var gestur á Morgunvaktinni á RÚV á gamlársdag þar sem Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við hann um vefinn og áhugaverð fréttamálefni á Húsavík. Hægt er að hlusta á það viðtal í spilaranum hér að neðan.
Í desember voru enda óvenju mörg stór fréttamál á Húsavík og hér eru 5 mest lesnu fréttir á Húsavík síðasta mánuðinn.
![]() |
Birgitta og Geir opna bakarí á ÖskjureitnumHjónin Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Geir Ívarsson vinna að því að standsetja nýtt bakarí á Öskjureitnum í húsnæði sem áður hýsti Víkurraf og Öryggi.
12. desember 2025
|
![]() |
Eldur logar í sinu fyrir ofan SkálabrekkuTalsverður sinubruni er fyrir ofan Skálabrekku á Húsavík, skammt frá brennustæði áramótabrennu.
31. desember 2025
|
![]() |
Óljóst hver standa að baki dularfullri Facebook síðu Kaupfélags ÞingeyingaÁ síðunni birtist efni í nútíð, líkt og Kaupfélagið sé enn í fullum rekstri.
30. desember 2025
|
![]() |
Minn stærsti draumur að Víkurraf færi í rúmgott og sérhannað húsnæðiVíkurraf rafverktakar koma sér fyrir í nýjum húsakynnum að Fiskifjöru 5.
9. desember 2025
|
![]() |
Fish & Chips Lake Mývatn í úrslit alþjóðlegra verðlauna í BretlandiVeitingastaðurinn er kominn í úrslit í alþjóðlegum flokki The National Fish and Chips Awards 2026.
6. desember 2025
|
Hér í Spilara Húsavík.com er hægt að hlusta á viðtal Þórunnar Elísabetar Bogadóttur við Örlyg Hnefil um fréttavefinn Húsavík.com
Hér eru nokkur áhugaverð viðtöl sem birtust á vefnum í desember 2025:
- Sólveig Ása Arnarsdóttir og Arnar Sigurðsson í sunnudagsviðtali 28. desember
- Karen Erludóttir í sunnudagsviðtali 21. desember
- Hafrún Olgeirsdóttir í sunnudagsviðtali 14. desember
- Helena Eydís Ingólfsdóttir um jólahefðir
- Hjámar Bogi Hafliðason um jólahefðir
- Ingibjörg Sigurjónsdóttir um listina að hrósa
- Áki Hauksson um fyrirtækið Víkurraf
- Eva Björk Káradóttir um Hvalasafnið
- Unnur Sigurðardóttir um veitingarekstur í Mývatnssveit
- Heiðdís Hanna Sigurðardóttir um tónlist í aðdraganda jóla
- Dagrún Inga Pétursdóttir um söngkeppnina Tónkvíslina á Laugum
- Heiðar Hrafn Halldórsson um ferðaþjónustu á Húsavík
- Nanna Steina Höskuldsdóttir um atvinnu- og samfélagssetur á Raufarhöfn
- Sævar Helgi Bragason um Sólmyrkva á Íslandi 2026






