25 þúsund gestir: Mest lesnu fréttirnar á Húsavík.com í desember

Í desember heimsóttu rétt tæplega 25 þúsund gesti vefinn Húsavík.com og erum við í skýjunum með áhugann og undirtektirnar eftir að vefurinn fór að birta fréttir á íslensku.

Vefsíðan Húsavík.com var upphaflega stofnuð af Friðriki Sigurðssyni árið 1998 og hafði þá að geyma ýmsar gagnlegar upplýsingar um samfélagið. Árið 2017 keyptum við hjónin Örlygur Hnefill og Jóhanna Ásdís vefin af Friðriki, en við höfðum þá frá árinu 2010 skrifað fréttir á ensku frá Húasvík á vefinn myHusavik.com og sameinuðum við þessar tvær síður og héldum áfram fréttaskrifum á ensku. Hægt er að lesa allar eldri fréttir á ensku hér: www.husavik.com/english

Eftir að við keyptum þrotabú sjónvarpsstöðvarinnar N4 höfum við unnið að því að framleiða staðbundið efni fyrir fjölmiðla héðan af svæðinu og síðari hluta árs 2025 tókum við þá ákvörðun, eftir að Skráin hætti að koma út, að byrja að skrifa fréttir á íslensku og má segja að vefurinn hafi tekið mikið stökk síðan þá. Vefurinn Húsavík.com sem áður var að mestu fyrir fólk utan samfélagsins og ferðamenn er nú með allan fókus inná við. Áfram eru birtar fréttir á ensku, og nú einnig á pólsku, en þær eru nú skrifaðar fyrir íbúa sem hafa ekki íslensku sem sitt fyrsta tungumál.

Örlygur var gestur á Morgunvaktinni á RÚV á gamlársdag þar sem Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddi við hann um vefinn og áhugaverð fréttamálefni á Húsavík. Hægt er að hlusta á það viðtal í spilaranum hér að neðan.

Í desember voru enda óvenju mörg stór fréttamál á Húsavík og hér eru 5 mest lesnu fréttir á Húsavík síðasta mánuðinn.

Hér í Spilara Húsavík.com er hægt að hlusta á viðtal Þórunnar Elísabetar Bogadóttur við Örlyg Hnefil um fréttavefinn Húsavík.com


Hér eru nokkur áhugaverð viðtöl sem birtust á vefnum í desember 2025: