Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu í Fagradal

Lögreglan á Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Fagradal. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook.

Óvissustigið tók gildi klukkan korter í níu í kvöld og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát á svæðinu. Í svari lögreglunnar við fyrirspurn á Facebook-síðu hennar kemur fram að ekkert snjóflóð hafi fallið enn, en gripið hafi verið til þessara ráðstafana vegna aðstæðna og hættu á snjóflóðum.

Fagridalur er á milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða og fylgist lögreglan áfram náið með aðstæðum á svæðinu.