Svæðið sem brann í gærkvöldi var rúmlega 1,5 hektarar að stærð

Svæðið sem brann í sinueldi í gærkvöldi er um 1,5 til 2 hektarar að stærð. Hreinn Hjartarson flaug yfir svæðið með dróna í dag til að skoða aðstæður. „Vonandi lifir eitthvað af birkinu, og það verður lítið mál að gróðursetja í þetta aftur,“ sagði Hreinn í samtali við Húsavík.com.

Á mynd hans hér að ofan má sjá svæðið, en það er neðst á myndinni til hægri, hvítt af snjó. Hreinn segir að það séu um 25 ár síðan birki var plægt í lúpínu á þessu svæði. Aðstæður voru mjög erfiðar á vettvangi í gær vegna snjóleysis og þurrka.

Tengdar fréttir:
31.12.2025 / 20:40 – Slökkvilið Norðurþings hvetur fólk til að fara gætilega með flugelda
31.12.2025 / 19:06 – Slökkvilið Norðurþings hefur ráðið niðurlögum eldsins ofan Skálabrekku
31.12.2025 / 18:04 – Eldur í sinu fyrir ofan Skálabrekku