KA stúlkur höfðu betur gegn Völsungum

Lið KA hafði betur gegn Völsungum í Unbroken-deild kvenna í blaki, þegar liðin mættust í KA-heimilinu í gær. Heimakonur á Akureyri unnu öruggan sigur í þremur hrinum, 25:16, 25:18 og 25:20. Með sigrinum styrkti KA stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, á meðan Völsungur situr í …

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings á árinu haldinn á Kópaskeri

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Norðurþings á árinu 2026 fer fram á Kópaskeri í dag, en á dögunum var þess minnst, meðal annars hér á Húasvík.com, að 50 ár væru liðin frá Kópaskersskjálftanum. „Ég vildi að við héldum þennan fyrsta fund ársins í sveitarstjórn Norðurþings á Kópaskeri af þessu tilefni,“ segir …

Páll Óskar og Benni Hemm Hemm halda tónleika með Kirkjukór Húsavíkur

Föstudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20.00 munu þeir Páll Óskar og Benni Hemm Hemm halda tónleika í Húsavíkurkirkju ásamt Kirkjukór Húsavíkur. Tónleikarnir eru hluti af kirkjuferð þeirra félaga um landið, þar sem þeir flytja efni af nýrri sameiginlegri plötu sinni Alveg ásamt völdum eldri lögum, allt í glænýjum útsetningum. Hjálmar …

Framsýn boðar til fundar um lífeyrismál

Framsýn boðar til opins félagsfundar um lífeyrismál í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík í dag klukkan 17. Fundurinn er jafnframt opinn félagsmönnum í Þingiðn. Yfirskrift fundarins er „Hvenær er best að hefja lífeyristöku?“ og verður þar farið yfir réttindi sjóðfélaga og þá valkosti sem standa til boða …

Niceair fer ekki á flug í febrúar

Ekkert verður af fyrirhuguðu flugi Niceair milli Akureyri og Kaupmannahafnar í febrúar, líkt og kynnt hafði verið á blaðamannafundi í desember. Flugfélagið hafði boðað tvo flugdaga, en farþegum sem höfðu bókað flug utan 19. febrúar og heimferð 22. febrúar var tilkynnt í dag með tölvupósti að flugið hefði verið …

Ingibjörg Isaksen býður sig fram til formennsku hjá Framsókn

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Norðausturkjördæmis, hefur boðið sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Hún er sú fyrsta til að tilkynna framboð í embættið, sem kosið verður um á flokksþingi Framsóknar dagana 14. og 15. febrúar. Ný stjórn flokksins verður kjörin á þinginu. Ingibjörg, sem gegnir nú embætti þingflokksformanns Framsóknar, greindi …

Bleik norðurljós dansa á himni yfir Húsavík

Annað kvöldið í röð býður himinninn yfir Húsavík upp á einstaka norðurljósasýningu. Í kvöld má sjá alla helstu liti norðurljósanna, rauðan, bleikan, fjólubláan og grænan,  dansa yfir bænum og Skjálfanda í stórkostlegri ljósadýrð. Meðfylgjandi myndir tók Hafdís Erna Bjarnadóttir, 11 ára, á Húsavík í kvöld. Í gærkvöldi sáust norðurljósin …