„Við vonumst til að fá sem flest úr þessum stóra árgangi til okkar í FSH“

Foreldrum nemenda í 10. bekk í Borgarhólsskóla var boðið á kynningu á starfsemi Framhaldsskólans á Húsavík á opnum degi sem haldinn var í skólanum í gær. „Við vorum að kynna starfsemi skólans, fara yfir námsframboð, félagslíf og þjónustu skólans,“ segir Arna Ýr Arnarsdóttir, áfanga- og fjármálastjóri FSH. Alls munu …

Stærsta framkvæmd sveitarfélagsins í áratugi

Norðurþing vinnur nú að uppbyggingu húsnæðis undir frístund og félagsmiðstöð á Húsavík. Um er að ræða stærstu einstöku framkvæmd sveitarfélagsins í tugi ára en heildarkostnaður er áætlaður um 750-800 milljónir króna. Húsið er reist sem viðbygging við Borgarhólsskóla, alls um 900 fermetrar á tveimur hæðum. Trésmiðjan Rein er aðalverktaki …

Grænuvellir: Víðtæk áhrif á leikskólastarf en tvær leiðir til skoðunar

Talsverðar breytingar hafa orðið á starfsemi leikskólans Grænuvalla á Húsavík frá því í nóvember, eftir að mygla greindist í starfsmannahúsi skólans við Iðavelli 8. Í kjölfarið var starfsmannaaðstaða flutt tímabundið inn í sal leikskólans, sem hefur haft veruleg áhrif á hefðbundið starf, sérstaklega á viðburði og sameiginlegt nám í …

Styrkurinn er mikil viðurkenning á starfi nemenda við Tónkvíslina

Tónkvíslin, söngkeppni sem nemendur Framhaldsskólans á Laugum stand fyrir ár hvert, er ein metnaðarfyllsta söngkeppni framhaldsskólanema á landinu. Í vikunni hlaut keppnin styrk úr Menningarsjóði KEA. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri á mánudag, þar sem framkvæmdastýrurnar, Reykdælingurinn Dagrún Inga Pétursdóttir og Breiðdælingurinn Ríkey Perla …

Nemendur FSH verðlaunaðir á Bessastöðum

Síðastliðinn föstudag veitti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verðlaun vegna Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Daníel Snær Lund, Gunnar Hólm Guðmundsson og Heimir Örn Karolínuson, allir nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, hlutu verðlaun í flokki verkefna framhaldsskóla. Heimir og Gunnar kynntu verkefnið fyrir forseta og öðrum gestum. Forvarnardagurinn er …

Lítil skref til læsis hlýtur Íslensku menntaverðlaunin

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt á Bessastöðum í vikunni. Verkefnið Lítil skref á leið til læsis hlaut verðlaunin fyrir framúrskarandi þróunarverkefni varðandi málörvun og læsi. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarhólsskóla, leikskólans Grænuvalla, Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Natöschu Damen sjúkraþjálfara. Beinist verkefnið að auknu samráði kennara á milli skólastiga, öflugi …