Þórhallur gefur kost á sér í 1. sæti á Akureyri og vill prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki

Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í efsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Jafnframt hyggst hann kæra til miðstjórnar flokksins þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við val á framboðslista og krefst þess að haldið verði prófkjör. Akureyri.net greindi …

Þingeyjarsveit: Fækkað um tvo í sveitarstjórn og fimm fulltrúar hætta

Við sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí verður breyting á skipan sveitarstjórnar í Þingeyjarsveit, en Innviðaráðuneytið hefur samþykkt erindi sveitarfélagsins um að fækka kjörnum fulltrúum úr níu í sjö á næsta kjörtímabili. Fjölgun fulltrúa úr sjö í níu var veitt sem tímabundin undanþága í kjölfar sameiningar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2022. …

Nýr framtakssjóður með áherslu á landsbyggðina

Kaldbakur og KEA hafa gert samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs, Landvættir, sem verður starfræktur hjá AxUM Verðbréf. Sjóðurinn mun fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum, með sérstaka áherslu á starfsemi á landsbyggðinni. Í upphafi munu Kaldbakur og KEA eiga jafnan hlut í sjóðnum. Stefna Landvætta er langtímafjárfestingar, allt að …

KA stúlkur höfðu betur gegn Völsungum

Lið KA hafði betur gegn Völsungum í Unbroken-deild kvenna í blaki, þegar liðin mættust í KA-heimilinu í gær. Heimakonur á Akureyri unnu öruggan sigur í þremur hrinum, 25:16, 25:18 og 25:20. Með sigrinum styrkti KA stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, á meðan Völsungur situr í …

Niceair fer ekki á flug í febrúar

Ekkert verður af fyrirhuguðu flugi Niceair milli Akureyri og Kaupmannahafnar í febrúar, líkt og kynnt hafði verið á blaðamannafundi í desember. Flugfélagið hafði boðað tvo flugdaga, en farþegum sem höfðu bókað flug utan 19. febrúar og heimferð 22. febrúar var tilkynnt í dag með tölvupósti að flugið hefði verið …

Þingeyjarsveit auglýsir eftir verkefnastjóra framkvæmda og veitna

Þingeyjarsveit auglýsir þessa daga laust starf verkefnastjóra framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða 100% starfshlutfall og heyrir starfið undir umhverfis- og framkvæmdasvið sveitarfélagsins. Þingeyjarsveit á og rekur fjölbreyttar fasteignir og innviði, þar á meðal þrjár grunnskólabyggingar, fjórar leikskólabyggingar, íþróttamiðstöð, sundlaug og fjögur félagsheimili. Þá rekur sveitarfélagið …