Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu í Fagradal
Lögreglan á Austurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu í Fagradal. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Óvissustigið tók gildi klukkan korter í níu í kvöld og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát á svæðinu. Í svari lögreglunnar við fyrirspurn á Facebook-síðu hennar kemur fram að …
