15 milljónir í Sögu Húsavíkur

Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt verkáætlun um lokavinnu við ritun Sögu Húsavíkur. Stefnt er að því að verkinu ljúki árið 2000. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt að láta halda áfram að rita Sögu Húsavíkur og gerður hefur verið nákvæmur verksamningur við Sæmund Rögnvaldsson sagnfræðing um framhaldið. Ennfremur hefur verið gerður samningur …

Nokkur lið á höttunum eftir Agga

Kristján Olgeirsson hefur verið ráðinn knattspyrnuþjálfari Völsungs. Leikmannamál eru að skýrast en mörg lið eru á höttunum eftir Arngrími Arnarsyni. Kristján Olgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Völsungs í knattspyrnu. Kristján lék með liðinu um árabil og einnig með ÍA. Hann á 1 landsleik að baki. Hann hefur áður …

Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Allt er fimmtugum fært

Forráðamenn Fiskiðjusamlags Húsavíkur horfa björtum augum fram á veginu á hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins. Fiskiðjusamlag Húsavíkur fagnar 50 ára afmæli sínu með veglegri afmælishátíð n.k. laugardagskvöld á Hótel Húsavík, en félagið varð 50 ára 19. júlí s.l. N.k. föstudag 7. nóvember verður aðalfundur félagsins haldinn. Í fréttatilkynningu frá FH …

Hótel Húsavík – 35% aukning í gistingu

Fyrstu 5 mánuði ársins hefur orðið 35% aukning í gistingu á Hótel Húsavík miðað við sama tímabil í fyrra. „Apríl og maí koma mjög sterkir inn í ár, gisting tvöfaldast í apríl frá fyrra ári og eykst um 60% í maí. Og mars er áfram góður, í fyrra þrefaldaðist …

Ungir hjólreiðamenn lærðu eggja-lexíu og fengu hjálma að gjöf

Foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fjölskyldudegi s.l. laugardag við skólann og bæjarbúar á öllum aldri mættu til leiks. Hægt var að fara í hjólabrautir, húlla, andlitsmálun, fótbolta, teygjutvist og fleira skemmtilegt. Kiwanismenn voru á staðnum og héldu sínum góða sið að færa nemendum 1. bekkjar að gjöf reiðhjólahjálma og reiðhjólaveifur. …

Slysahelgi á Húsavík

Lögreglan á Húsavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum slysum í bænum um helgina. Veita þurfti aðstoð þegar fótgangandi vegfarandi datt fyrir utan hús og handarbrotnaði. Þá hlaut unglingur töluverð meiðsl í slysi á léttu bifhjóli og leikur grunur á réttindaleysi við aksturinn. Ökumaður varð fyrir minniháttar meiðslum er …

Er Víkurblaðið jafnoki KÞ í atvinnulífinu?

Glöggt er gests augað, eins og þar stendur. Og ágætur gestur sem kom til Húsavíkur í fyrsta skipti á dögunum og var her lítt kunnugur, komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa skoðað bæinn, að máttarstólpar atvinnulífsins í bænum væru tveir, annars vegar Kaupfélag Þingeyinga og hins vegar Víkurblaðið. …

Mjólkursamlag KÞ: Besta afkoma í 50 ár

Mjólkursamlag KÞ verður 50 ára á þessu ári en samlagið tók til starfa árið 1947. Og segja má að samlagið hafi fengið góða afmælisgjöf á aðalfundi þess s.l. föstudag, í formi reikninganna. Hagnaður varð af rekstrinum upp á rúmar 15 milljónir og er sennilega besta útkoma á rekstri MSKÞ …