Stjórnvöld stíga skref til baka en skaðinn þegar orðinn fyrir næsta sumar

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur nú til að fyrirhugað innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa verði lækkað verulega frá upphaflegum tillögum og að hætt verði við að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa í innanlandssiglingum. Breytingarnar koma fram í nefndaráliti meirihlutans við frumvarp fjármálaráðherra vegna fjárlaga næsta árs. Upphaflega átti gjaldið að nema …