15 milljónir í Sögu Húsavíkur

Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt verkáætlun um lokavinnu við ritun Sögu Húsavíkur. Stefnt er að því að verkinu ljúki árið 2000. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt að láta halda áfram að rita Sögu Húsavíkur og gerður hefur verið nákvæmur verksamningur við Sæmund Rögnvaldsson sagnfræðing um framhaldið. Ennfremur hefur verið gerður samningur …

Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Allt er fimmtugum fært

Forráðamenn Fiskiðjusamlags Húsavíkur horfa björtum augum fram á veginu á hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins. Fiskiðjusamlag Húsavíkur fagnar 50 ára afmæli sínu með veglegri afmælishátíð n.k. laugardagskvöld á Hótel Húsavík, en félagið varð 50 ára 19. júlí s.l. N.k. föstudag 7. nóvember verður aðalfundur félagsins haldinn. Í fréttatilkynningu frá FH …

Ungir hjólreiðamenn lærðu eggja-lexíu og fengu hjálma að gjöf

Foreldrafélag Borgarhólsskóla stóð fyrir fjölskyldudegi s.l. laugardag við skólann og bæjarbúar á öllum aldri mættu til leiks. Hægt var að fara í hjólabrautir, húlla, andlitsmálun, fótbolta, teygjutvist og fleira skemmtilegt. Kiwanismenn voru á staðnum og héldu sínum góða sið að færa nemendum 1. bekkjar að gjöf reiðhjólahjálma og reiðhjólaveifur. …

Slysahelgi á Húsavík

Lögreglan á Húsavík þurfti að hafa afskipti af nokkrum slysum í bænum um helgina. Veita þurfti aðstoð þegar fótgangandi vegfarandi datt fyrir utan hús og handarbrotnaði. Þá hlaut unglingur töluverð meiðsl í slysi á léttu bifhjóli og leikur grunur á réttindaleysi við aksturinn. Ökumaður varð fyrir minniháttar meiðslum er …

Húsvísk fjölmiðlun: Rekur sjónvarpsstöð og gefur út Víkurblaðið

Húsvísk fjölmiðlun hf. nefnist fyrirtæki sem stofnað hefur verið á Húsavík og mun hefja starfsemi með útgáfu Víkurblaðsins eftir áramótin. Um páska er síðan fyrirhugað að senda út sjónvarpsefni þráðlaust á nokkrum rásum, og geta notendur þá horft á fleiri en eina stöð í sjónvarpstækjum húss síns um tilheyrandi …