Brunabangsinn Björnis kom í heimsókn til Húsavíkur í dag til að minna börnin í bænum á mikilvægi eldvarna í aðdraganda jóla. Hann hitti eftirvæntingarfull börn á Jólatorginu við Garðarshólma þar sem Slökkvilið Norðurþings var einnig með bás með eldvarnarbúnaði. Það var mikill fjöldi barna og foreldra sem tók á móti Björnis.
Yngstu fréttamenn Húsavík.com, þær Ylva Breiðfjörð (8 ára) og Aníta Breiðfjörð (11 ára) hittu Björnis á Slökkvistöðinni áður en hann fór út í bæ til að fá að vita meira um heimsókn hans til Húsavíkur. Hægt er að horfa á fréttina í spilara Húsavík.com hér að neðan.

