Brunabangsinn Björnis á Húsavík: „Munum eldvarnir heimilanna fyrir jólin“

Brunabangsinn Björnis kemur í heimsókn til Húsavíkur í dag til að minna á mikilvægi eldvarna og hitta börnin í bænum, en hann verður á jólatorginu við Garðarshólma frá klukkan 17.00.

„Við verður með eldvarnarkynningu í dag, til að vekja athygli á mikilvægi eldvarna heimilanna, sérstaklega núna í aðdraganda jóla,“ segir Kristján Ingi Jónsson aðstoðarslökkvistjóri hjá Slökkviliði Norðurþings, en hann og liðsmenn slökkviliðsins verða á ferðinni með Björnis.

„Við ætlum að gefum 9 volta batterí fyrir þau sem eiga eftir að skipta í reykskynjurum fyrir jólin, og seljum eldvarnarbúnað í samstarfi við Heimamenn, inni í Garðarshólma. Björnis ætla svo að koma klukkan 5 og hitta krakkana í bænum.

Dagur reykskynjarans er haldinn 1. desember ár hvert og er góð áminning um að skipa um rafhlöður áður en öll jólaljósin koma upp.