Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar hélt síðasta fund ársins fyrr í mánuðinum en auk fundarins fékk nefndarfólk kynningu frá Náttúruverndarstofnun um starfsemi sína á svæðinu og breytingarnar sem stofnunin hefur gengið í gegnum með sameiningu Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs.
Á vef Þingeyjarsveitar kemur fram að nefndin hafi að fundi loknum stillti sér upp við skemmtilegan myndavegg í Gestastofunni í Gíg, sem er innblásinn af ævintýrum Fjalla-Bensa.
„Hrúturinn Eitill tók sig vel út á mynd með nefndinni, en gaman að segja frá því að í næstu viku verður viðburður í Gíg, vegna þess að 100 ár eru liðin frá frægðarför Benedikts, Eitils og hundsins Leó, sem varð kveikjan að Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson,“ segir á vef Þingeyjarsveitar.

