Sverrir Gestsson og Jakob Sævar Sigurðsson urðu efstir með 5 vinninga af 6 mögulegum á Jólamóti Goðans sem fram fór í gær á Húsavík. Sverrir varð örlítið hærri á oddastigum og hreppti þvi 1. sætið. Rúnar Ísleifsson kom þar á eftir með 4 vinninga og Smári Sigurðsson fékk 3,5 vinninga. Tímamörk voru 10 mín + 5 sek/á leik og tefldar voru 6 umferðir. Alls tóku 11 keppendur þátt í mótinu og þar af tveir ungir drengir úr Öxarfirði sem voru að tefla í fyrsta skipti á skákmóti. Lokastöðuna og myndir frá mótinu má sjá á vefsíðu Goðans, www.godinn.is.
Jakob jólameistari Goðans og Sverrir efstur á mótinu
