Mikil gróska í pílukasti: Jóla- og nýársmót Völsungs á þriðjudag

Jóla- og nýársmót Píludeild Völsungs fer fram næsta þriðjudag, 30. desember. Um er að ræða liðakeppni þar sem tveir eru saman í liði og spilað verður 501. Veitt verða verðlaun fyrir A-úrslit ásamt forsetabikar og veglegum aukavinningum, auk glæsilegra verðlauna í boði Norðlenska. Mótsgjald er 2.500 krónur á mann eða 5.000 krónur á lið, húsið opnar klukkan 17:30 og hefst keppni stundvíslega klukkan 18:00. Mjög góð þátttaka er í mótinu og er það nú þegar fullt.

Á síðasta ári var píludeild Völsungs stofnuð á Húsavík og í nóvember flutti deildin í nýja og glæsilega aðstöðu í kjallara Sundlaugar Húsavíkur. Síðan þá hefur áhugi á pílukasti í bænum vaxið fram úr björtustu vonum og eru nú um 100 manns skráðir í félagið. Fastar opnanir eru á þriðjudögum kl. 10–12 og 19–22, á miðvikudögum er kvennakast kl. 19–21 og á fimmtudögum kl. 10–12 og 19–22, auk óreglulegra opnana sem auglýstar eru sérstaklega á Facebook-síðu deildarinnar. Allir eru velkomnir að koma og prófa; félagsmenn taka ávallt vel á móti nýju áhugafólki og veita leiðbeiningar í aðstöðunni. Hópatímar hafa notið mikilla vinsælda og hefur deildin tekið á móti fjölda fyrirtækjahópa. Píludeildin heldur reglulega mót, að jafnaði eitt á mánuði, og meðal stærstu móta ársins voru páskamótið, mærudagsmótið, meistaramótið í 501 og deildarkeppnin; Brynjúlfur Sigurðsson varð fyrsti deildarmeistarinn og Sævar Örn Guðmundsson fyrsti meistarinn í 501.
Stjórn deildarinnar var kjörin og hana skipa Jónas Halldór Friðriksson, Davíð Jónsson, Snorri Gunnlaugsson, Þröstur, Þórunn Anna Magnúsdóttir og Sævar Örn Guðmundsson, auk varamannsins Gummi Lilla. Húsnefnd skipa Gummi Lilla, Gunnar Jóhannsson, Brynjúlfur Sigurðsson, Íris Atladóttir og Sigmundur Arnar Jósteinsson. Mótanefnd er skipuð Jónas Halldór Friðriksson, Snorri Gunnlaugsson, Sævar Örn Guðmundsson og Simmi J.

Tímabil félagsins er frá 1. október til loka september. Félagsgjöld hafa verið uppfærð og eru tveir valkostir í boði: 20.000 krónur, þar sem einstaklingur skráist í ÍPS og félagið greiðir félagsgjöldin, eða 15.000 krónur þar sem einstaklingur sér sjálfur um skráningu í ÍPS kjósi hann það. Unglingagjald er 50% af fullu gjaldi.

About Guðmundur Þráinn Kristjánsson

View all posts by Guðmundur Þráinn Kristjánsson →