Nemendur FSH verðlaunaðir á Bessastöðum

Síðastliðinn föstudag veitti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verðlaun vegna Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Daníel Snær Lund, Gunnar Hólm Guðmundsson og Heimir Örn Karolínuson, allir nemendur við Framhaldsskólann á Húsavík, hlutu verðlaun í flokki verkefna framhaldsskóla. Heimir og Gunnar kynntu verkefnið fyrir forseta og öðrum gestum. Forvarnardagurinn er …

Ný brú yfir Skjálfandafljót og grjótgarður á Húsavík á samgönguáætlun

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, kynnti í dag samgönguáætlun til ársins 2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun. Þar kom fram að ný brú yfir Skjálfandafljót verði reist á tímabilinu 2026–2030 og að áformin séu að fullu fjármögnuð. Vegagerðin hefur áður áætlað að ný brú og nýr vegarkafli verði tilbúin haustið 2028. Aðaltenging …

Framsýn hvetur ráðherra til að hraða uppbyggingu orkuverkefna

Fulltrúar Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro funduðu á Húsavík í gær, í kjölfar jákvæðra tíðinda um stórátak stjórnvalda í styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi. Fyrirtækin reka þegar vatnsaflsvirkjanir í Tjörneshreppi og á Vopnafirði og vinna jafnframt að fjölda nýrra verkefna, þar á meðal …

Norðurþing leitar að verkefnastjóra uppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka, með starfsstöð í Norðurþingi. Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og fram undan eru samningaviðræður og undirbúningur næstu stóru uppbyggingarverkefna á svæðinu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Leitað er að …