Íþróttafélagið Völsungur og GPG hafa skrifað undir tveggja ára samstarfssamning sem felur í sér GPG verður aðal styrktaaðili félagsins og að knattspurnuvöllurinn og íþróttahöllin munu bera nafn GPG. Við undirritun samningsins fór framkvæmdastjóri Völsungs í heimsókn í höfuðstöðvar GPG á Húsavík þar sem Ágúst Gunnlaugsson rekstarstjóri GPG skrifaði undir samninginn fyrir hönd fyrirtækisins.
„Það er gríðarlega ánægja innan raða Völsungs með samninginn við GPG. Við erum ánægð með að jafn rótgróið og öflugt fyrirtæki innan sveitarfélagsins sýni slíka samfélagslega ábyrgð með þessum hætti og er það lykilþáttur til að tryggja fjölbreytt starf íþróttafélagsins. Þess má geta að allar deildir félagsins munu njóta góðs af þessu samstarfi“, sagði Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs við undirritun samningins.
„Sem fyrirtæki teljum við mikilvægt að styðja við fjölbreytt íþróttastarf og það öfluga starf sem Völsungur vinnur í samfélaginu. Slíkur stuðningur styrkir bæði einstaklinga og samfélagið í heild“ sagði Ágúst Gunnlaugsson rekstrarstjóri GPG við sama tilefni.

