Stór hópur Ungverja er staddur á Húsavík þessa dagana en þau eru hér til að fagna 50 ára afmæli einnar úr hópnum, hennar Enikő, sem hafði lengi dreymt um að heimsækja Ísland.
„Við buðum Enikő í þessa ferð til að gleðja hana á stóra afmælinu. Við erum 17 saman að ferðast,“ segir Kendi, skipuleggjandi ferðarinnar. „Enikő langaði að sjá norðurljósin og við sáum þau á fyrsta kvöldinu okkar hér á Húsavík. Náttúran hér í kring og Sjóböðin heilla okkur mikið og við höfum einnig heimsótt söfnin í bænum og erum að njóta dvalarinnar hér vel.“
Í gær fór hópurinn í Safnahúsið á Húsavík og enduðu svo á Eurovision sýningunni í gærkvöldi þar sem þau horfðu saman á kvikmynd Will Ferrell á breiðtjaldi og skáluðu fyrir afmælisbarninu. Aðspurður hvort þessi hópur haldi áfram að ferðast saman eftir þessa upplifun sagði þetta upphafið að mörgum ævintýrum.
Óvenju mikið hefur verið af ferðafólki á Húsavík þessa fyrstu daga ársins. Þá er hér á Húsavík stór hópur vegna Fab Lab Bootcam alla þessa viku. Það er því mikið líf og fjör í bænum og setur tóninn fyrir gott ár í ferðaþjónustu.

