Eygló Fanndal Sturludóttir var valin Íþróttamaður ársins 2025 í gær. Eygló er af Þingeyskum ættum en afi hennar og amma eru Sólveig Ólöf og Birkir Fanndal frá Sólgörðum í Mývatnssveit.
Blaðamaður Húsavík.com hafði samband við Birki Fanndal í morgun í tilefni af kjörinu og sagði hann fjölskylduna gríðarlega stolta af Eygló. „Við erum ólýsanlega stolt af stelpunni okkar og þetta er gleði og mikill heiður fyrir fjölskylduna að sjá hana ná svona glæsilegum árangri,“ sagði stoltur afi í samtali við vefinn, og bætti við að stemningin á heimilinu væri afar góð eftir tíðindin.
Eygló átti algjörlega magnað ár. Hún varð Evrópumeistari kvenna í -71 kg flokki í ólympískum lyftingum, Evrópumeistari í jafnhendingu og hlaut silfurverðlaun í snörun. Þá var hún einnig talin sigurstrangleg á heimsmeistaramótinu, en þurfti að sitja það af vegna meiðsla. Afrek Eyglóar hafa vakið mikla athygli og er hún talin ein fremsta lyftingakona Evrópu um þessar mundir.

