Kristján Örn og Harðarbörn kaupa Gamla Bauk af Norðursiglingu

Nýr kafli er hafinn í sögu veitingastaðarins Gamla Bauks á Húsavík, en þau Kristján Örn Sævarsson, Þórunn Harðardóttir, Heimir Harðarson og Hildur Harðardóttir hafa ásamt mökum keypt allan húsakost Bauksins af Norðursiglingu. Húsavík.com ræddi við Kristján Örn þar sem hann var á fleygiferð við undirbúning Þorrablótsins, sem fer fram …

Fjöldi fyrirtækja frá Húsavík á Mannamótum í Kópavogi

Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki og einstaklingar frá Húsavík taka þátt í Mannamótum sem fara fram í Kórnum í Kópavogi nú í dag. Meðal þátttakenda frá Húsavík eru Friends of Moby Dick, Gentle Giants, GeoSea, Hvalasafnið og Norðursigling. Mannamót eru árlegur viðburður Markaðsstofa landshlutanna, en þær eru sjö talsins: á Vesturlandi, Vestfjörðum, …

Viðburðadagatal Markþings: „Sérstaklega mikilvægt nú þegar Skráin er hætt að koma út“

Á nýrri vefsíðu Markþings, samtaka aðila í verslun og ferðaþjónustu er að finna viðburðadagatal þar sem einstaklingar, félög og fyrirtæki geta skráð viðburði sína. Þar eru nú auglýstir fjölmargir viðburðir sem eru á döfinni á Húasvík næstu vikur, þorrablót, menningarspjall, fundur hjá Leikfélagi Húsavíkur o.fl. „Þetta fer fínt af …

Leituðu öruggra verkefna fyrir sitt fólk eftir vanhugsaðar aðgerðir gegn skemmtiferðaskipum

Ferðaþjónustufyrirtækið Fjallasýn hefur tekið við rekstri landsbyggðarstrætó á norður- og norðausturlandi. Tók fyrirtækið formlega við verkefninu um áramót eftir útboð, þar sem Fjallasýn átti lægsta tilboðið. Framkvæmdastjóri segir fyrirtækið hafa leitað öruggra verkefna fyrir sitt starfsfólk vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í komum skemmtiferðaskipa næstu ár eftir miklar og tíðar breytingar …

„Þingið sjaldan sameinast jafn skýrt um leiðréttingu á mistökum“

Alþingi hefur samþykkt breytingar á innviðagjaldi farþega skemmtiferðaskipa, en gjaldið hefur verið lækkað úr 2.500 krónum í 1.600 krónur á sólarhring. Breytingartillagan var samþykkt einróma því 57 þingmenn viðstaddir kusu með breytingunni en sex voru fjarverandi. „Sú staðreynd að meirihluti Alþingis sendir svona skýr skilaboð til útgerða skemmtiferðaskipa mun …