KA stúlkur höfðu betur gegn Völsungum
Lið KA hafði betur gegn Völsungum í Unbroken-deild kvenna í blaki, þegar liðin mættust í KA-heimilinu í gær. Heimakonur á Akureyri unnu öruggan sigur í þremur hrinum, 25:16, 25:18 og 25:20. Með sigrinum styrkti KA stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 31 stig, á meðan Völsungur situr í …
