„Yndislegt að fá að fylgjast með krökkum blómstra í leiklist“

Leikstjórinn Karen Erludóttir hefur verið áberandi í menningarlífi á Húsavík undanfarin ár og hefur staðið í fararbroddi  leiklistarvakningar meðal barna og ungmenna í bænum, þar sem sköpunargleði, sjálfstraust og samvinna eru í forgrunni. Samstaf hennar við nemendur í Borgarhólsskóla og Framhaldsskólanum á Húsavík hefur vakið mikla athygli og ljóst …