Markþing opnaði í gær nýjan vef Visit Húsavík við formlega athöfn á Stéttinni á Húsavík. Fjölmenni var viðstatt og skapaðist lífleg umræða um mikilvægi kynningar á ferðaþjónustu svæðisins, ekki síst í ljósi vaxandi samkeppni í greininni.
Helga Björg Sigurðardóttir, formaður Markþings, setti samkomuna og fór í ávarpi sínu yfir helstu verkefni félagsins á árinu sem er að líða. Í kjölfarið kynnti Heiðar Hrafn Halldórsson vinnuna við efni hins nýja vefs, en þar má meðal annars finna gagnvirkt viðburðadagatal sem viðburðahaldarar geta sent efni inn á, sem og yfirlit yfir göngu- og hjólaleiðir á svæðinu. Þá rakti Heiðar í stuttu máli sögu Markþings og samþykktir félagsins, en félagið starfaði um árabil undir nafninu Húsavíkurstofa.
> Sjá einni: Markþing sameinar krafta verslunar og ferðaþjónustu í kynningu svæðisins
Arnór Ragnarsson hjá Hugsmiðjunni fór yfir faglega nálgun fyrirtækisins við vinnslu vefsins og lýsti þróunarferlinu frá því að verkbeiðni barst og þar til nýr vefur leit dagsins ljós.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri og aðrir fulltrúar Norðurþing tóku þátt í viðburðinum og umræðu um mikilvægi öflugrar og samræmdrar markaðssetningar ferðaþjónustu á svæðinu,


