Soroptimista systur á Húsavík seldu 170 blómvendi til styrktar Píeta

Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis tók virkan þátt í árlega átakinu Roðagyllum heiminn, sem berst gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Á dögunum seldu soroptimista systur um 170 blómvendi, og voru blómin appelsínugular nelikkur, sem tákna von, vernd og samstöðu. „Allur ágóði af sölunni rann óskipt til Píeta samtakanna, sem …

Nýr flóttastigi á Samkomuhúsið en mikils viðhalds þörf

Leikfélag Húsavíkur er eitt elsta starfandi leikfélag landsins og hefur í meira en öld verið órjúfanlegur hluti af menningarlífi á Húsavík. Félagið var stofnað árið 1900 og frá árinu 1974 hefur það haft umsjón með gamla samkomuhúsinu sem hefur verið heimavöllur leikfélagsins, kvikmyndahús um langt skeið og vettvangur fjölbreyttrar …

Birgitta og Geir opna bakarí á Öskjureitnum

Hjónin Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Geir Ívarsson sem reka verslunina Garðarshólma og gistingu í Öskjuhúsinu ásamt fjölskyldu sinni, vinna nú að því að standsetja nýtt bakarí á Öskjureitnum, í húsnæði þeirra hjóna sem áður hýsti Víkurraf og raftækjaverslunina verslunina Öryggi. Rúmt ár er frá því Heimabakarí lokaði hinu megin …

Hafrún segir skilið við stjórnmálin í bili

Hafrún Olgeirsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur beðist lausnar úr sveitarstjórn Norðurþings eftir 7 ára setu í sveitarstjórn. Hún hefur verið aðalmaður í sveitarstjórn frá árinu 2019, fyrst fyrir E-lista og síðan sem oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili. Hefur Hafrún meðal annars gegnt embætti formanns byggðaráðs, verið 2. varaforseti sveitarstjórnar, …

Markþing sameinar krafta verslunar og ferðaþjónustu í kynningu svæðisins

Á aðalfundi í vor var samþykkt að breyta nafni Húsavíkurstofu í Markþing, nafni sem á sér raunar langa sögu og tengist upprunalegum tilgangi félagsins. Nafnabreytingin endurspeglar áherslur stjórnar um sameiginlega markaðssetningu fyrirtækja og öflugt samstarf í Þingeyjarsýslum. Saga Markþings nær aftur til ársins 1984, þegar aðilar í ferðaþjónustu stofnuðu …

Sveitarstjórnarkosningar: Sjálfstæðisflokkur velur í uppstillingarnefnd

Sjálfstæðisfólk í Norðurþingi fundaði í gær um val á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Að sögn Helenu Eydísar Ingólfsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa var á fundinum ákveðið að fara í uppstillingu og valið í uppstillingarnefnd. Í uppstillingarnefnd sitja þau Olga Gísladóttir, Guðrún Þóra Hallgrímssdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson, Sigurgeir Höskuldsson, Anna Rósa Magnúsdótti og …

Halla Bergþóra sækir um embætti ríkislögreglustjóra

Þingeyingurinn Halla Bergþóra Björnsdóttirhefur ákveðið að sækja um embætti ríkislögreglustjóra, sem auglýst er laust um þessar mundir. Halla gegnir nú embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, en hún tók við því embætti í maí 2020. Áður var hún lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og þar áður sýslumaður á Akranesi. Halla Bergþóra sem …

Nanna Steina

Raufarhöfn tilbúin að taka á móti störfum án staðsetningar

Framkvæmdum við Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur er nú formlega lokið. Rýmið er tímamóta verkefni fyrir samfélagið og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir fjarvinnu, þjónustuaðila, frumkvöðla og stofnanir. „Við erum himinlifandi með útkomuna,“ segir Nanna Steina Höskuldsdóttir samfélagsfulltrúi Norðurþings á Raufarhöfn Nanna Steina útskýrir að verkefnið hafi sprottið af …