Byrjað er að rífa Helguskúr og hefur svæðið umhverfis húsið verið girt af og var þegar búið að rífa flesta glugga úr húsinu nú í morgun þegar blaðamaður heimsótti svæðið.
Í svari sveitarfélagsins við fyrirspurn Húsavík.com í morgun segir að það sé nú verið að losa skúrinn og að hann verði svo fjarlægður í framhaldinu, sem verði á næstu dögum, en að öðru leiti vísar Norðurþing til greinar um stöðu Helguskúrs sem birtist hér á vefnum þann 6. janúar síðastliðinn.


