Hlíðarfjall opið á ný eftir óvenju hlýjan desembermánuð

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli hefur verið opnað á ný eftir hlýindakafla í lok síðasta árs sem olli miklum snjóbráðnun. Akureyri.net greindi frá í vikunni að aðstæður hefðu nú batnað og opnað var aftur fyrir gesti.

Sem stendur er aðeins neðra svæði fjallsins opið og ein stutt gönguskíðabraut í notkun. Aðstæður í opnum brautum eru sagðar mjög góðar, en lítið sem ekkert er af snjó utan troðinna brauta og er fólk hvatt til að virða lokanir og merkingar.

Snjóframleiðsla hófst af fullum krafti hjá Akureyringum á gamlársdag og vonir standa til að hægt verði að opna fleiri leiðir í Hlíðarfjalli á næstu dögum, gangi framleiðslan áfram samkvæmt áætlun.

Í samtali við Húsavík.com segir Stefán Jón Sigurgeirsson hjá Norðurþingi að fylgist vel með stöðunni á skíðasvæði okkar og að reyni eftir fremsta megni að binda þann snjó sem kemur. Þangað til verða Húsvíkingar að bregða sér í bílferð á eyrina með sín skíði.

Mynd af vef Hlíðarfjalls.