Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga falið að skipa uppstillingarnefnd

Framsóknarfélag Þingeyinga samþykkti á félagsfundi í gær að stillt verði upp á framboðslista B-lista vegna sveitarstjórnarkosninganna í Norðurþingi sem fara fram þann 16. maí. Þá var stjórn falið að skipa uppstillingarnefnd.

„Það er mikill kraftur í starfi félagsins sem býður félagsfólki og íbúum öllum til samtals í hverri viku til að ræða málefni líðandi stundar og samfélagsins þar sem hægt er að koma með hugmyndir, spyrjast fyrir og rýna til gagns,“ segir í tilkynningu frá Framsóknarfélagi Þingeyinga.

Áður höfðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tilkynnt að farið verði í uppstillingar.

Ljósmynd frá Framsóknarfélagi Þingeyinga við síðustu sveitarstjórnarkosningar (Ljósmyndari Hafþór Hreiðarsson)

Sveitarstjórnarkosningar: Sjálfstæðisflokkur velur í uppstillingarnefnd

Félagsfundur Samfylkingar samþykkir að fara í uppstillingu