Húsvíkingurinn Patrekur Gunnlaugsson ráðinn yfirþjálfari Arena

Arena Gaming hefur, í samstarfi við rafíþróttadeildir Breiðabliks, HK, FH og Fylkis, ráðið Húsvíkinginn Patrek Gunnlaugsson í starf yfirþjálfara. Í samtali við Húsavík.com segir Patrekur tilfinninguna að taka við þessu starfi ótrúlega góða. „Ég hef lengi viljað stækka og bæta rafíþróttastarfið hér á Íslandi, og Arena er einfaldlega frábær …

Fjöldi Húsvíkinga á leik vinaþjóðanna Íslands og Póllands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt áfram sigurför sinni á Evrópumóti karla í handbolta þegar liðið lagði Pólland að velli, 31:23, í öðrum leik sínum í kvöld. Leikurinn fór fram í Kristianstad í Svíþjóð, og var andrúmsloftið frábært, ekki síst vegna fjölmenns hóps Húsvíkinga á pöllunum. Húsavík.com ræddi við Bylgju …

„Hlutverk HSÞ að stuðla að fjölbreyttu starfi í íþróttum og félagsstörfum“

Ísak Már Aðalsteinsson tók í gær við sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga, og tekur hann við starfinu af Gunnhildi Hinriksdóttur sem hefur verið framkvæmdastjóri HSÞ frá upphafi árs 2018. Ísak er 33 ára Reykdælingur, búsettur með konu og tveimur börnum á Húsavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum og …

Kristey Marín og Heiðdís Edda skrifa undir við Blakdeild Völsungs

Jákvæðar fréttir berast frá Blakdeild Völsungs í upphafi árs en þær Kristey Marín Hallsdóttir og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir hafa skrifað undir samninga við félagið og munu klára yfirstandandi tímabil með liðinu. Forráðamenn deildarinnar segjast afar spenntir fyrir komu þeirra og telja að báðar muni styrkja liðið verulega í þeirri …