Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt samhljóða

Einhver stærstu mál sveitarstjórna eru fjárhagsáætlun hvers árs og aðalskipulag. Bæði málin voru til umræðu á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Ytri skilyrði í rekstri sveitarfélaga hefur í senn bæði verið þeim hagfellt og sumum ekki. Stærðir sem við ráðum ekki við og höfum ekki bein áhrif á. Verðbólgan er …

Hafrún segir skilið við stjórnmálin í bili

Hafrún Olgeirsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins hefur beðist lausnar úr sveitarstjórn Norðurþings eftir 7 ára setu í sveitarstjórn. Hún hefur verið aðalmaður í sveitarstjórn frá árinu 2019, fyrst fyrir E-lista og síðan sem oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins á þessu kjörtímabili. Hefur Hafrún meðal annars gegnt embætti formanns byggðaráðs, verið 2. varaforseti sveitarstjórnar, …

Gluggi tækifæranna er opinn á Bakka

Á undanförnum árum hefur verið unnið ötullega að því að móta hringrásargarð á Bakka þar sem öll starfsemi er knúin endurnýjanlegri jarðhitaorku og fyrirtæki munu nýta strauma hvert frá öðru. Tilgangurinn og framtíðarsýnin fyrir Bakka er skýr, að umbreyta ónotuðum hráefnum í verðmæti, skapa þýðingarmikil störf og byggja upp …

Sveitarstjórnarkosningar: Sjálfstæðisflokkur velur í uppstillingarnefnd

Sjálfstæðisfólk í Norðurþingi fundaði í gær um val á lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Að sögn Helenu Eydísar Ingólfsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa var á fundinum ákveðið að fara í uppstillingu og valið í uppstillingarnefnd. Í uppstillingarnefnd sitja þau Olga Gísladóttir, Guðrún Þóra Hallgrímssdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson, Sigurgeir Höskuldsson, Anna Rósa Magnúsdótti og …

Nanna Steina

Raufarhöfn tilbúin að taka á móti störfum án staðsetningar

Framkvæmdum við Ráðhúsið á Raufarhöfn, atvinnu- og samfélagssetur er nú formlega lokið. Rýmið er tímamóta verkefni fyrir samfélagið og býður upp á fjölbreytta aðstöðu fyrir fjarvinnu, þjónustuaðila, frumkvöðla og stofnanir. „Við erum himinlifandi með útkomuna,“ segir Nanna Steina Höskuldsdóttir samfélagsfulltrúi Norðurþings á Raufarhöfn Nanna Steina útskýrir að verkefnið hafi sprottið af …

Framsýn hvetur ráðherra til að hraða uppbyggingu orkuverkefna

Fulltrúar Framsýnar stéttarfélags og orkufyrirtækjanna Qair Ísland og Arctic Hydro funduðu á Húsavík í gær, í kjölfar jákvæðra tíðinda um stórátak stjórnvalda í styrkingu flutnings- og dreifikerfis raforku á Norðausturlandi. Fyrirtækin reka þegar vatnsaflsvirkjanir í Tjörneshreppi og á Vopnafirði og vinna jafnframt að fjölda nýrra verkefna, þar á meðal …

Norðurþing leitar að verkefnastjóra uppbyggingar á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefnastjóra atvinnuuppbyggingar á Bakka, með starfsstöð í Norðurþingi. Grænn iðngarður á Bakka hefur verið í þróun undanfarin ár og fram undan eru samningaviðræður og undirbúningur næstu stóru uppbyggingarverkefna á svæðinu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Leitað er að …

Borað fyrir heitu vatni á Húasvík og Bakka

Boranir á hitastigulsholum standa nú yfir í nágrenni Húsavíkur á vegum Orkuveitu Húsavíkur, og eru það Vatnsboranir ehf. sem annast verkið. Jarðfræðingar ÍSOR munu síðan greina gögnin og meta hvar líklegast sé að finna heitt vatn til framtíðar. Í þessari umferð verða boraðar alls sjö holur, þar af þrjár …

Norðurþing og Bakkavík undirrita viljayfirlýsingu um landeldisstöð

Sveitarfélagið Norðurþing og Bakkavík landeldi ehf undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um lóð undir mögulega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka, norðan Húsavíkur. Fyrirtækið sér mikil tækifæri í sjálfbærri auðlindanýtingu og nýjum störfum í Norðurþingi og hyggst kanna ítarlega fýsileika þess að reisa og reka laxeldisstöð á svæðinu, að því er …

Cat controversy rekindled in Húsavík after mouse sightings

A local debate over Húsavík’s cat regulations has reignited after residents reported increased mouse activity in homes this autumn. The town, one of the few municipalities in Iceland to prohibit free-roaming cats, is once again in the national spotlight as pet owners question whether the ban is contributing to …