Nýr framtakssjóður með áherslu á landsbyggðina

Kaldbakur og KEA hafa gert samkomulag um stofnun nýs framtakssjóðs, Landvættir, sem verður starfræktur hjá AxUM Verðbréf. Sjóðurinn mun fjárfesta í innlendum nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum, með sérstaka áherslu á starfsemi á landsbyggðinni. Í upphafi munu Kaldbakur og KEA eiga jafnan hlut í sjóðnum. Stefna Landvætta er langtímafjárfestingar, allt að …

Húsvíkingurinn Patrekur Gunnlaugsson ráðinn yfirþjálfari Arena

Arena Gaming hefur, í samstarfi við rafíþróttadeildir Breiðabliks, HK, FH og Fylkis, ráðið Húsvíkinginn Patrek Gunnlaugsson í starf yfirþjálfara. Í samtali við Húsavík.com segir Patrekur tilfinninguna að taka við þessu starfi ótrúlega góða. „Ég hef lengi viljað stækka og bæta rafíþróttastarfið hér á Íslandi, og Arena er einfaldlega frábær …

Helguskúr horfinn

Helguskúr er nú horfinn af hafnarsvæðinu á Húsavík eftir niðurrif síðustu daga. Vinna hófst á mánudag þegar svæðið var girt af, og á þriðjudag voru gluggar og annað lauslegt fjarlægt af húsinu. Á þriðjudag og miðvikudag var unnið að því að tæma húsið og á fimmtudag var byrjað að …

Sjö fulltrúar í sveitarstjórn vilja vindorkuverkefni á Hólaheiði fært úr biðflokki

Rætt var um vindorkuverkefni á Hólaheiði, svokallaðs Hnotasteins, á fundi sveitarstjórnar Noðurþings sem fór fram á Kópaskeri í gær. Verkefnið er sem stendur í biðflokki í rammaáætlun stjórnvalda. Virkjunarkosturinn er staðsettur á jörðum Katastaða, Presthóla og Efri-Hóla. Gert er ráð fyrir allt að 34 vindmyllum með heildarafl allt að …