Auglýst eftir nýjum safnstjóra við Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið á Húsavík hefur auglýst eftir nýjum safnstjóra, en núverandi safnstjóri, Eva Björk Káradóttir, hyggst snúa sér að öðrum verkefnum eftir sex farsæl ár í forystu safnsins.

Eva tók við starfi safnstjóra haustið 2018 og var þá ráðinu úr hópi 7 umsækjenda um stöðuna. Undir hennar stjórn hefur Hvalasafnið gengið í gegnum umfangsmiklar endurbætur, bæði á húsnæði og sýningum, auk þess sem fræðslustarf, rannsóknir og alþjóðleg tengsl hafa eflst verulega.

Í auglýsingu frá safninu kemur fram að hlutverk nýs safnstjóra verði að bera ábyrgð á faglegu starfi safnsins, þar á meðal söfnun, skráningu, varðveislu og miðlun. Í auglýsingu kemur einnig fram að starfið feli í sér daglegan rekstur safnsins, starfsmannamál, markaðs- og kynningarmál, og umsýslu með safneign og húsnæði.

Mynd af vef Whale Wise